Umsókn um verk | Umsókn um listamannadvöl
Ung Nordisk Musik (UNM) auglýsir eftir bæði verkum og þátttakendum í listamannadvöl vegna hátíðarinnar 2022 í Reykjavík. UNM er tónlistar- og hljóðlistahátíð skipulögð af ungu tónlistarfólki á Norðurlöndum. Hátíðin var stofnuð árið 1946 og er því ein elsta hátíð sinnar tegundar í heiminum. Á hátíðinni eru kynnt verk eftir tónskáld og hljóðlistafólk undir þrítugu sem eru frá eða búsett á Norðurlöndunum. Hátíðin er því vettvangur fyrir tengslamyndun og kynningu á ólíkum nálgunum innan grasrótar Norrænnar tónlistar.
Í ár er opið fyrir tvenns konar umsóknir. Fjögur verk verða valin frá hverju þátttökulandi úr “umsókn um verk” og þrennt listafólk verður valið úr “umsókn um listamannadvöl” en þau munu skapa ný verk til frumflutnings á hátíðinni. Listamannadvölin fer fram í mars 2022 í Reykjavík. Allt tónlistar- og listafólk er hvatt til þess að sækja um aðild að listamannadvölinni en hún er sérstaklega sniðin að listafólki sem vinnur í samstarfi við aðra, á vettvangi eða þverfaglega. Umsóknarferlið er bæði opið til einstaklinga en einnig fyrir minni hópa og er þá hver hópur meðfarinn sem einn umsækjandi. Umsækjendur mega sækja um með bæði verk og í listamannadvölina, þó ekki fleiri en þrjár umsóknir samtals.
UNM auglýsir eftir verkum til flutnings á UNM hátíðinni í Reykjavík, 15-20 ágúst 2022. Listafólk og hópar undir þrítugu sem eru frá eða búsettir á Íslandi og hafa tónlist eða hljóð sem aðalviðfangsefni í verkum sínum mega sækja um. Fjögur verk verða valin úr umsóknum af nafnlausri dómnefnd. Við hvetjum alla sem vinna með tónlist og hljóð til að senda inn verk, hvort sem þau eru kammerverk, sólóverk, innsetningar, hljóð- og myndverk, tónleikhús eða annað.
Umsækjendur skulu vera fæddir 1992 eða síðar. Umsækjendur skulu vera Íslenskir ríkisborgarar eða með skráða búsetu á Íslandi.
Allar umsóknir skulu vera nafnlausar. Vinsamlegast tryggið að öll nöfn, tileinkanir og flytjendaupplýsingar séu fjarlægð af nótum, miðlum, metadata o.s.frv. Umsækjendur verða einnig beðnir að gefa upp persónulegar upplýsingar sem fara aðeins til Íslandsdeildar UNM og verða notaðar til utanumhalds með umsækjendum.
Umsækjendur mega taka þátt á samtals fimm UNM hátíðum, burtséð frá fyrir hvaða landi þau eru fulltrúi. Þannig má t.d. danskur ríkisborgari sem býr á Íslandi ekki taka þátt fimm sinnum fyrir Danmörk og svo aftur fimm sinnum fyrir Ísland. Ef umsækjandi getur af einhverjum ástæðum sótt um þátttöku í fleiri en einu landi má hann einungis sækja um í öðru hvoru landinu. Ef umsækjandi sækir um í tveimur löndum fyrir sömu hátíð, falla báðar umsóknir úr gildi.
Kynjahlutfall er 4:6. Kynjum verður skipt í tvo hópa; annars vegar höfundar sem kenna sig karlkyns og kynsegin, og hins vegar höfundar sem kenna sig kvenkyns. Höfundar tilgreina kyn sitt sjálfir í tengiliðareyðublaði. Í kynjakvótann reiknast allir þátttakendur sem teljast höfundar og meðhöfundar verka og tekur hvert verk eitt sæti. Þannig tekur verk eftir einn kvenkyns höfund og einn karlkyns hálft pláss af hvorum kynhóp í kvótanum, sem hvor um sig má ekki fara yfir 60%.
Ef hagræðingar á niðurstöðum til að koma til móts við kynjahlutfall er þörf fellur það í hlut stjórnar Íslandsdeildar UNM að framfylgja þessum reglum, annað hvort með hliðsjón af sætavali og/eða í beinu samráði við dómnefnd. Eingöngu í síðastnefnda tilfellinu er upplýsingum um kyn viðkomandi höfunda deilt með dómnefnd.
Hverjum umsækjenda er heimilt að senda inn að hámarki 3 verk, nema ef viðkomandi sækir einnig um þátttöku í listamannadvöl. Þá má viðkomandi aðeins senda inn 2 verk.
Að hámarki verða valin 4 verk frá hverju þátttökulandi, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíðþjóð. Þátttakendur frá Eystrasaltslöndum taka eingöngu þátt í listamannadvöl.
Engin skilyrði eru sett um stærð eða samsetningu flytjendahóps. Íslandsdeild UNM einsetur sér að sviðsetja allan flutning eða sýningu á völdum verkum. Að því sögðu getum ekki boðið fullmannaða sinnfóníuhljómsveit til flutnings á verkum á hátíðinni. Í stað þess verður sinfóníetta af sveigjanlegri stærð okkur til fulltingis.
Umsóknarfrestur er kl. 23.59 þann 15. júní 2021.
Ung Nordisk Musik (UNM) auglýsir eftir bæði verkum og þátttakendum í listamannadvöl vegna hátíðarinnar 2022 í Reykjavík. UNM er tónlistar- og hljóðlistahátíð skipulögð af ungu tónlistarfólki á Norðurlöndum. Hátíðin var stofnuð árið 1946 og er því ein elsta hátíð sinnar tegundar í heiminum. Á hátíðinni eru kynnt verk eftir tónskáld og hljóðlistafólk undir þrítugu sem eru frá eða búsett á Norðurlöndunum. Hátíðin er því vettvangur fyrir tengslamyndun og kynningu á ólíkum nálgunum innan grasrótar Norrænnar tónlistar.
Í ár er opið fyrir tvenns konar umsóknir. Fjögur verk verða valin frá hverju þátttökulandi úr “umsókn um verk” og þrennt listafólk verður valið úr “umsókn um listamannadvöl” en þau munu skapa ný verk til frumflutnings á hátíðinni. Listamannadvölin fer fram í mars 2022 í Reykjavík. Allt tónlistar- og listafólk er hvatt til þess að sækja um aðild að listamannadvölinni en hún er sérstaklega sniðin að listafólki sem vinnur í samstarfi við aðra, á vettvangi eða þverfaglega. Umsóknarferlið er bæði opið til einstaklinga en einnig fyrir minni hópa og er þá hver hópur meðfarinn sem einn umsækjandi. Umsækjendur mega sækja um með bæði verk og í listamannadvölina, þó ekki fleiri en þrjár umsóknir samtals.
Íslandsdeild UNM óskar eftir umsóknum frá listafólki eða samstarfshópum listafólks undir 30 ára aldri. Listafólkið skal koma frá eða vera búsett á Norðurlöndum eða í Eystrasaltslöndum. Umsóknarferlið er opið öllu listafólki sem hefur áhuga á að taka þáttt í listamannadvöl með það að markmiði að skapa ný verk sem frumflutt verða á UNM hátíðinni í Reykjavík þann 15. - 20. ágúst 2022. Engin skilyrði eru sett um þá listgrein sem umsækjandi vinnur í. Þannig er listafólk sem passar við lýsinguna hér að ofan og hefur áhuga á að vinna í víðu samhengi tónlistar og hljóðs hvatt til að sækja um.
Valinn hópur listafólks mun sækja 10 daga listamannadvöl í Reykjavík þann 5. - 13. mars 2022. Fjórir virtir listamenn munu styðja við þátttakendur og vera í hlutverki leiðbeinanda. Hver leiðbeinandi miðlar af sinni einstöku reynslu af listrænni iðkun. Valdir þátttakendur velja sér leiðbeinanda sem þau vilja vinna með við upphaf dvalarinnar. Auk þess eru þátttakendur hvattir til að vinna með öðrum þátttakendum/jafningjum að samstarfsverkefnum.
Þátttakendur eru valdir á grundvelli nafnlausrar áhugayfirlýsingar / hvatningarbréfs. Að neðan er að finna nánari lýsingu á listamannadvölinni auk texta eftir hvern leiðbeinanda.
Umsækjendur eru einstaklingar eða 2-3 manna samstarfshópar.
Umsækjendur skulu vera fæddir 1992 eða síðar. Umsækjendur skulu vera ríkisborgarar eða með skráða búsetu í einhverju þátttökulandi UNM: Íslandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi eða Svíþjóð.
Umsækjendur munu skrifa nákvæma, nafnlausa áhugayfirlýsingu sem lýsir þeirra vinnu, ferli og hvernig þau óska eftir að vinna í listamannadvölinni.Umsækjendur verða einnig beðnir að gefa upp persónulegar upplýsingar sem fara aðeins til Íslandsdeildar UNM og verða notaðar til utanumhalds með umsækjendum.
Áhugayfirlýsingin skal vera skrifuð á Ensku. Við munum þó taka við umsóknum í einhverju opinberu tungumáli þátttökuþjóða UNM ef ekki er mögulegt að skrifa á Ensku.
Umsækjendur verða valdir af sameiginlegri dómnefnd fyrir öll þátttökulönd. Umsækjendur mega senda eina umsókn. Þátttakendur mega taka samtals fimm sinnum þátt á UNM* (sjá “Umsóknir um verk” lið 3)
Samtals þrír þátttakendur verða valdir fyrir hönd hverrar þátttökuþjóðar (mögulegar samsetningar: þrír einstaklingar; einn einstaklingur + eitt tveggja manna teymi; þriggja manna hópur) utan Eystrarsaltslandanna en 3 taka þátt fyrir Eystarsaltslöndin í heild sinni, 1 manneskja frá hverju landi. (Eistland, Lettland, Litháen)
Ef kringumstæður leyfa, getur UNM ákveðið að hleypa fleiri þátttakendum að á listamannadvölina, en aldrei fleiri en þrjá umsækjendur (einstaklinga, dúó eða tríó) á hvert land. (Dæmi: ef tríó er valið, getur UNM ákveðið að hleypa tveimur einstaklingum að til viðbótar)
Val dómnefndar verður hagrætt vegna kynjahlutfalls ef þörf krefur. Kynjahlutfall er 2/1.
Umsækjendur mega sækja um í bæði umsókn um verk og umsókn um listmannadvöl svo lengi sem verka/umsóknafjöldi er ekki hærri en leyfilegur fjöldi hverrar þátttökuþjóðar. (Dæmi: Í íslensku reglunum má senda inn samtals þrjú verk. Umsækjendur um listamannadvöl mega því aðeins senda inn tvö verk í umsókn um verk) Ef umsækjandi er valin í báðum umsóknarferlum gengur listamannadvalarumsóknin fyrir.
Valdir umsækjendur munu ferðast til Reykjavíkur og gista í 3-4 manna hópum á gistiheimili í miðborginni, nálægt húsakynnum verkefnisins. UNM fjármagnar ferðir og gistingu allra þáttakenda, en getur ekki ábyrgst fulls ferðastyrks á þessum tímapunkti, en þáttkendur gætu átt möguleika á ýmsum menningar- og ferðastyrkjum. Ef sú verður raunin munu landsdeildir umsækjenda aðstoða við styrksumsóknir. (Uppl. um gistingu setar fram með fyrirvara um breytingar)
Umsóknarfrestur er 15. júní 2021 kl. 23:59 GMT
Listamannadvöl UNM fer fram í Reykjavík dagana 5. - 13. mars 2022. Á tímabilinu taka valdir listamenn þátt í fjölbreyttri dagskrá. Þar á meðal eru fyrirlestrar, stuttar vinnusmiðjur í umsjón þátttakenda, opin rými til hugmyndaprófanna, auk þess sem þátttakendur fá vinnurými til afnota með aðgengi að ákveðnum leiðbeinanda og umræðum í smærri hópumþ
Listamannadvölin hefst á dagskrá með öllum þátttakendum, örfundum og hópefli. Fyrstu tvo dagana hafa þátttakendur tækifæri til að kynna sig og sína vinnu, og kynnast mögulegu samstarfsfólki sem og leiðbeinendunum, með það fyrir augum að mynda hópa sem vinna saman á meðan á dvölinni stendur. Þátttakendur hafa einnig þann möguleika að vinna með fólki utan þátttakendahópsins, t.d. ef viðkomandi hefur áhuga á að vinna með kammerhópi. Í því tilfelli er slíkt samstarf skipulagt með framleiðendum listamannadvalarinnar áður en hún hefst.
Frá og með þriðja degi hafa þátttakendur aðgengi að eigin vinnusvæði sem þeir deila með hópi samstarfsfólks og leiðbeinanda. Þeir geta þannig deilt ferli sínu og hugmyndum reglulega í gegnum samtöl og samverustundir. Aðkoma ólíkra leiðbeinenda að ferlinu er hugsuð til að ýta undir breidd á vali þátttakenda og koma með djúpa og fjölbreytta þekkingu af ólíkri iðkun og sköpun í víðu samhengi að borðinu í formi nýstárlegra vinnuaðferða og miðla. Hlutverk þeirra yfir dvölina er að styðja við þátttakendur í sköpunarferli sínu og samstarfi. Auk stuðnings frá sínum leiðbeinenda geta allir þátttakendur leitað ráða hjá öðrum leiðbeinendum á ákveðnum tímum yfir dvölina.
Dagskrá listamannadvalarinnar fer fram á nokkrum stöðum. Meginhöfn sameiginlegra dagskráliða verður í Listaháskóla Íslands, í æfingaherbergjum og kammertónleikasal sem notuð verða sem sameiginleg vinnu- og sýningarrými. Erlendir þátttakendur verða hýstir í skammtímaíbúðum skammt frá LHÍ. Reiknað er með að íslenskir þátttakendur beri ábyrgð á sinni gistingu sjálfir, en þeir sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu munu hafa þann möguleika að gista í sömu íbúðum og erlendir þátttakendur.
I am a composer, performer, and media artist. My pieces score out sound, video, gesture, lighting, and staging, treating each of these elements as expandable musical materials. A founding philosophy is that anything with a vibration can be music. I am a big proponent of the hands-on approach. Learning through doing. Learning through making happy mistakes and renegotiation.
This workshop is a place where we can finally meet. The focus is on you and finding ways to build community that can last beyond the framework of the residency. The possibilities for skill sharing, tech tutorials, sound walks, seeking out natural phenomena, thrift store hunting, cooking, etc will also be included depending on the needs and desires of the group - but the main focus is to start building a network of support which can flourish through performance and permeate into the future beyond our residency experience.
Surrounding sounds and sounding objects (from nature, everyday life, and instruments), space and spatial sound, listening aesthetics, how context and connotations can color how we listen, and how you can communicate with a performer in various non-traditional ways are some of the elements I’m inspired by as a composer and inter-disciplinary artist. With a strong concept being the primary focus I do what I can or learn how to, I use what is or can be available, and I’m not afraid of color outside the lines creating experimental instrumental works, electroacoustic compositions, sound for scenic productions, audiovisual installations, and performances.
As a mentor, I want to create an environment where ideas can blossom and creativity can take form in many different ways. You might have a specific idea on arrival, but I recommend coming to the residency with an open mind - maybe you’ll end up doing exactly what you planned, maybe you’ll do it in a different way, or maybe you’ll end up doing something completely new. The goal will not be the end result, but the process of getting there - hopefully by exploring new ideas, work methods, and materials on the way. I’ll do listening and artistic exercises to spark the creative work by the participants, as well as give insights into my own work process with various media. Depending on the participants I can do composition lessons, technical assistance, and/or short workshops. Field trips to spark creativity is to be expected!
I work in creative collaborations that focus on the exploration of telling stories through innovative forms of audiovisual performances. I enjoy focussing on the technical tools necessary to use hardware and software in sometimes unconventional ways and I work with the broader questions about how we respond to phenomena that impact us as personal and social beings. I am a performer / composer / improviser / text artist. I have a passion for extremes.
Every project that artists embark on has specific needs to dig deeper and to move the creative work forward. These needs are dependent on the balance between technique, concept and working methods. Part of my mentorship will be to work on collaboration techniques including leading, following and simply letting the material, your instincts and your imaginations guide you.The other part will be to jump into the nuts and bolts of putting a piece or a project together which may include experimenting with hardware and software, composition coaching, exploring media that you are less familiar with and looking at the methods and practices of others in the field.
In my work, I mix audio and visual representations of sound in installations as well as extending to the fields of music and even performing arts. I use technology in my work to translate sound waves into different materials, light, water and more. Many works are aimed at expanding our experience of sound and making us aware of the role of sound in our environment.
I find inspiration in short field trips, spending the night in nature, experiencing the moment when the world goes silent, the birds, the sea, the wind and animals, even the flies. The moment when nature resets itself and a new day begins. Wouldn't it be great to mix that moment with the predetermined moment we set off with at the beginning of the journey?